Hvalaskoðun í stað Baðhússins

mbl.is/Ómar

Baðhúsið hefur samið við fjögur fyrirtæki um innlausn gjafakorthafa Baðhússins og geta viðskiptavinir því nýtt sér þá inneign sem kortin fela í sér hjá þessum fjórum fyrirtækjum fyrir 30. júní 2015. Má þar nefna hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lindu Pétursdóttur, eiganda Baðhússins.

„Baðhúsið vonar að þessir samningar nýtist handhöfum gjafakortanna og ítrekar enn vonbrigði sín með að rekstri Baðhússins hafi lokið í síðustu viku en reynt var til hins ítrasta að semja við leigusalann Reginn með ýmsu móti í því skyni að halda rekstrinum áfram.  Eins og áður hefur komið fram skoðar Baðhúsið réttarstöðu sína gagnvart Reginn vegna málsins.

Fyrirtækin fjögur sem samið hefur verið við eru hvert á sínu sviði en geta komið til móts við viðskiptavini Baðhússins með sína þjónustu.

Sporthúsið hefur áður tilkynnt að allir korthafar Baðhússins geti nýtt sín kort til líkamsræktar.  Sporthúsið mun jafnframt taka við seldum gjafakortum í Baðhúsinu.

Snyrti- og nuddstofan Bonita tekur við gjafakortum Baðhússins og þar geta konur fengið dekur við sitt hæfi.

Modus hárstofa tekur einnig við gjafakortum Baðhússins fyrir þær konur sem vilja nýta það fyrir þá þjónustu.

Gentle Giants hvalaskoðun á Húsavík mun svo að lokum einnig taka við gjafakortum sem óinnleyst eru ef handhafar þeirra vilja nýta þau til útivistar og náttúruskoðunar,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka