Sameinuðu félagi fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins 365 miðla og farsímafyrirtækisins Tals verður óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á þjónustu á fjölmiðlamarkaði að fjarskiptaþjónusta fylgi með í kaupunum.
Þetta er eitt fjögurra skilyrða sem lýst er í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins um samruna félaganna, sem birt var í gær.
Að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra 365 miðla, hafa skilyrðin engin áhrif á hagkvæmni samrunans. Hann segir sameininguna hafa formlega tekið gildi frá 1. júlí síðastliðnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.