Greiða 1.620 milljónir í sekt

Stóru viðskiptabankarnir þrír.
Stóru viðskiptabankarnir þrír. Samsett mynd/Eggert

Ari­on banki, Íslands­banki, Lands­bank­inn, Borg­un og Valitor hafa, hvert fyr­ir­tæki fyr­ir sig, gert sátt­ir við Sam­keppnis­eft­ir­litið vegna rann­sókn­ar eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­höml­um á greiðslu­korta­markaði. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur lagt sekt­ir á fé­lög­in sem sam­an­lagt nema 1.620 millj­ón­um króna.

Málið hófst með kvört­un Kortaþjón­ust­unn­ar ehf. sem beind­ist að út­gef­end­um greiðslu­korta (Ari­on banka, Íslands­banka, Lands­bank­an­um) og færslu­hirðum (Borg­un og Valitor). Taldi Kortaþjón­ust­an að þess­ir aðilar hefðu gerst brot­leg­ir við sam­keppn­is­lög með ýms­um aðgerðum sem fyr­ir­tækið taldi að hefðu hindrað sam­keppni á markaðnum. Hinn 8. mars árið 2013 birti Sam­keppnis­eft­ir­litið aðilum frummat sitt í því skyni að auðvelda þeim að nýta and­mæla­rétt sinn. Í kjöl­farið óskuðu bank­arn­ir, Borg­un og Valitor, hver um sig, eft­ir því að heim­ild sam­keppn­islaga til að ljúka mál­um með sátt yrði nýtt.

„Sátt­ir þess­ar leiða til já­kvæðra grund­vall­ar­breyt­inga á skipu­lagi og fram­kvæmd á greiðslu­korta­markaði og munu að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verða til veru­legra hags­bóta fyr­ir bæði neyt­end­ur og at­vinnu­lífið. Breyt­ing­arn­ar fela m.a. í sér að há­mark verður sett á milli­gjald sem er þókn­un sem renn­ur til bank­anna (sem út­gef­enda greiðslu­korta) fyr­ir þjón­ustu sem bank­ar veita söluaðilum (m.a. versl­un­um) í tengsl­um við greiðslu­korta­notk­un.  Munu breyt­ing­arn­ar í heild  leiða til lækk­un­ar frá því sem nú er. Einnig leiða breyt­ing­arn­ar til auk­ins gagn­sæ­is í gjald­töku og er ætlað að hafa í för með sér aukna hagræðingu á þessu sviði. Jafn­framt munu Valitor og Borg­un skilja á milli út­gáfuþjón­ustu og færslu­hirðing­ar, en sam­rekst­ur þess­ara starfsþátta hef­ur falið í sér sam­keppn­is­hindr­an­ir gagn­vart öðrum keppi­naut­um á greiðslu­korta­markaði. Þá er horfið frá því að keppi­naut­ar á viðskipta­banka­markaði eigi sam­an greiðslu­korta­fyr­ir­tæki, en það fyr­ir­komu­lag hef­ur ekki gef­ist vel í sam­keppn­is­legu til­liti. Sam­hliða er tryggt að Valitor og Borg­un þjónusti aðra en eig­end­ur sína á jafn­ræðis­grund­velli.

Fram­an­greind­ar sátt­ir leiða til breyt­inga á um­gjörð fjár­mála­markaðar. Það er hins veg­ar á ábyrgð og for­ræði viðkom­andi banka og greiðslu­korta­fyr­ir­tækja að taka viðskipta­ákv­arðanir inn­an þeirr­ar um­gj­arðar, á grund­velli heil­brigðrar sam­keppni,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

Sekt­ir skapa varnaðaráhrif

Sök­um um­ræddra brota og í því skyni að skapa varnaðaráhrif hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið lagt sekt­ir á fé­lög­in sem sam­an­lagt nema 1.620 millj­ón­um króna. Sekt Íslands­banka nem­ur 380 millj­ón­um króna, sekt Ari­on banka nem­ur 450 millj­ón­um króna, sekt Lands­bank­ans nem­ur 450 millj­ón­um króna, sekt Valitors nem­ur 220 millj­ón­um króna og sekt Borg­un­ar nem­ur 120 millj­ón­um króna.

Við ákvörðun sekta naut Íslands­banki sér­stakr­ar íviln­un­ar á grund­velli þess að hann lauk sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið fyrst­ur málsaðila. Er al­mennt séð mik­il­vægt að fyr­ir­tæki sem hafa sér­stakt frum­kvæði að gera já­kvæðar breyt­ing­ar á markaði og viður­kenna brot njóti sér­stak­ar lækk­un­ar á sekt­um. Þessi ríki sam­starfs­vilji Íslands­banka hafði mjög já­kvæð áhrif á fram­gang og niður­stöðu máls­ins.

Við ákvörðun sekta var al­mennt litið til ým­issa máls­bóta, m.a. þess að all­ir hafa fram­an­greind­ir aðilar fall­ist á að hlíta viður­hluta­mikl­um fyr­ir­mæl­um sem lúta að breyt­ing­um á skipu­lagi á þeim markaði sem um ræðir og einnig var m.a. litið til góðs sam­starfs­vilja allra viðkom­andi aðila sem stytt hef­ur rann­sókn og málsmeðferð sam­keppn­is­yf­ir­valda.

Af hálfu fyr­ir­tækj­anna er lögð á það áhersla að í mál­inu sé ekk­ert sem bendi til þess að starfs­menn þeirra hafi verið í vondri trú um lög­mæti þeirra samn­inga sem gerðir voru við færslu­hirða. Í mál­inu hafi ekki komið fram gögn eða upp­lýs­ing­ar sem benda til hins gagn­stæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK