Fyrsta ofurþotan afhent Etihad

Flugfélagið Etihad Airwaves fékk í gær afhenta A380 ofurþotuna, þá fyrstu af tíu sem félagið pantaði frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Vélunum verður flogið á milli Abu Dhabi og London, New York og Sydney. Etihad er þrettánda flugfélagið sem tekur í notkun flaggskip Airbus, þ.e. A380.

Ofurþoturnar sem Etihad pantaði eru hannaðar fyrir 498 farþega en þar af eru 417 farþegasæti í almennu farrými. „Með A380 í þjónustu okkar hefur Etihad Airways möguleika á því að bjóða upp á ferðalag milli heimsálfa í heimsklassa. Með ofurþotunni setjum við ný viðmið í flugrekstri.“

Áætlað er að Etihad taki á næsta ári í notkun fjórar A380 ofurþotur til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK