Fyrsta A350 farþegaþotan afhent

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus afhenti í dag fyrsta eintak af nýjustu afurð sinni, A350 XWB farþegaþotunni. Afhendingin fór fram í frönsku borginni Toulouse og var það forstjóri flugfélagsins Qatar Airways sem tók við þotunni. Fyrsta farþegaflug A350 í nafni Qatar Airways verður 15. janúar næstkomandi.

Katarska flugfélagið hefur ákveðið að fyrstu farþegaþotu félagsins að gerðinni A350 XWB verði flogið á milli þýsku borgarinnar Frankfurt og Doha, höfuðborgar Katar. Ráðgert er að Airbus afhendi næstu A350 XWB farþegaþotu félaginu í febrúar en alls hefur Qatar Airwaves pantað áttatíu slíkar þotur.

Með nýju farþegaþotunni hyggst Airbus ná forskoti á markaði með breiðþotur en meira en helmingur bolgrindar A350 farþegavélanna er gerður úr sérstaklega hertu koltrefjaplasti og er hún því töluvert léttari en flugvélar af sömu stærð og eyðir minna eldsneyti. Heldur fyrirtækið því fram að A350 eyði 25% minna eldsneyti en vélar af sambærilegri stærð.

Alls hafa 778 eintök verið pöntuð af A350 XWB sem er litlu minna en pantað hefur verið af Draumfara Boeing.

A350 XWB farþegaþota Qatar Airwaves.
A350 XWB farþegaþota Qatar Airwaves. AFP
Fabrice Bregier, forstjóri Airbus, stillir sér upp fyrir framan A350 …
Fabrice Bregier, forstjóri Airbus, stillir sér upp fyrir framan A350 farþegaþotu Qatar Airways. AFP
Fabrice Brégier, forstjóri Airbus, og Akbar Al Baker, forstjóri Qatar …
Fabrice Brégier, forstjóri Airbus, og Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways, í Toulouse í dag. AFP
Airbus A350-900.
Airbus A350-900. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK