Búið að kæra bankaskattinn

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Samsett mynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Slitastjórn Glitnis hefur kært álagningu bankaskattsins til Ríkisskattstjóra að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnarinnar. Hún segist engin viðbrögð hafa fengið og veit ekki hvar málið er statt innan embættisins. 

Þá sagðist Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, ekki tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar innan embættisins og gat hvorki staðfest að kæra hefði borist né gefið upp hvenær von væri á svari.

Úrskurður líklegur í janúar eða febrúar

Skatturinn var lagður á í nóvember og segir Steinunn að kæran hafi farið frá Glitni í lok sama mánaðar. Samkvæmt tekjuskattslögum er kærufrestur til ríkisskattstjóra 30 dagar frá dagsetningu auglýsingar um að álagningu sé lokið. Ríkisskattstjóri skal þá að jafnaði kveða upp sinn úrskurð innan tveggja mánaða frá lokum þess frests og má samkvæmt því ætla að von sé á niðurstöðu í lok janúarmánaðar eða febrúar. Þeim úrskurði má síðan skjóta til yfirskattanefndar innan þriggja mánaða.

„Hvorki málefnaleg né rökrétt skattlagning“

Banka­skatt­ur­inn var lög­fest­ur á ár­inu 2010 en var hins veg­ar hækkaður veru­lega í fjár­laga­frum­varpi síðasta árs, eða úr 0,041% í 0,145%. Skatt­ur­inn var þá hækkaður enn frek­ar í meðferð þings­ins, eða í 0,376%. Þá var und­anþága fyr­ir­tækja í slitameðferð til að greiða skatt­inn af­num­in í des­em­ber 2013. Var þetta gert til þess að standa und­ir áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um skuld­aniður­fell­ing­ar á verðtryggðum íbúðalán­um.

Í um­sögn Glitn­is um tekjuaðgerðir fjár­laga­frum­varps­ins 2014 seg­ir að skatt­lagn­ing­in sé hvorki mál­efna­leg né rök­rétt. „Það fyr­ir­komu­lag frum­varps­ins að gera skuld­ir að and­lagi skatt­heimtu er því, að mati Glitn­is, al­gjört frá­hvarf frá hefðbundn­um meg­in­regl­um og viðmiðum skatta­rétt­ar­ins þegar kem­ur að álagn­ingu skatta.

Þá er bent á að fyr­ir­tæk­in séu ein­mitt í slitameðferð vegna þess að þau gátu ekki staðið und­ir öll­um skuld­bind­ing­um sín­um „auk þess sem þegar ligg­ur fyr­ir að hluti þess­ara krafna mun falla niður við lok slitameðferðar­inn­ar þar sem eign­ir slita­bú­anna eru ekki næg­ar 
til þess að tryggja full­ar end­ur­heimt­ur.“

39 milljarða tekjur af bankaskatti

Sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá Rík­is­skatt­stjóra sem birt var þann 31. októ­ber greiða fjár­mála­stofn­an­ir mest í skatta og sitja þrír bank­ar í efstu sæt­un­um; Kaupþing, sem greiðir 14,6 millj­arða, Lands­bank­inn sem greiðir tæpa 13 millj­arða og Glitn­ir sem greiðir tæpa 12 millj­arða.

Í fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2015 er áætlað er að tekj­ur rík­is­sjóðs af banka­skagltti verði ná­lægt 39 millj­örðum króna fyr­ir árin 2014 og 2015.

Glitnir hefur kært álagningu bankaskattsins til Ríkisskattstjóra.
Glitnir hefur kært álagningu bankaskattsins til Ríkisskattstjóra. Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK