Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Angela Merkal, kanslari Þýskalands, er í Der Spiegel sögð skoða þann möguleika að ýta Grikklandi út úr evrusamstarfinu kjósi Grikkir yfir sig ríkisstjórn sem er ekki tilbúin að standa við niðurskurðaráætlanir landsins. 

Skýrslan sem vikuritið vitnar í er sögð koma frá innsta koppi í búri í þýsku ríkisstjórninni. Hún kemur í kjölfar skoðanakönnunar sem bendir til að vinstriflokkar í Grikklandi muni fara með sigur í kosningunum þar í landi.

Syriza-flokkurinn, undir stjórn Alexis Tsipras, hefur lofað því að vinda ofan af þeim efnahagsumbótum sem alþjóðlegir lánveitendur kröfðust af ríkisstjórn landsins sem forsendu fyrir lánveitingu til landsins.

„Þýska ríkisstjórnin lítur svo á að útganga Grikkja sé næsta óumflýjanleg ef Alexis Tsiparis fer fyrir ríkisstjórn landsins eftir kosningarnar og víkur frá þeirri niðurskurðarstefnu sem landinu hefur verið mörkuð og greiðir ekki af skuldum landsins,“

Bæði Merkel og þýski fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble hafa rætt möguleikann á að Grikkir þurfi að gefa evruna upp á bátinn, en þó ekki með eins „dramatískum“ hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK