Fönn í nýtt húsnæði eftir brunann

Eldsupptök Skeifubrunans voru í Efnalauginni Fönn.
Eldsupptök Skeifubrunans voru í Efnalauginni Fönn. Ljósmynd/Hilmar Jónsson

Efnalaugin Fönn er komin með nýtt húsnæði í Kletthálsi 13 og er stefnt að því að opna eftir um tíu daga en líkt og kunnugt er brann húsnæði fyrirtækisins í Skeifubrunanum þann 6. júlí sl.

Húnæðið er um þrjú þúsund fermetrar að stærð en verður þó ekki allt lagt undir starfsemi Fannar. Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að gengið hafi verið frá kaupunum í ágúst. Endurnýja þurfti allan tækjabúnað Fannar eftir eldsvoðann og svarar Ari aðspurður að það hafi vissulega verið mjög kostnaðarsamt.

Fönn hefur undanfarið verið starfandi í Hraunbæ í Árbænum þar sem fyrirtækið tók yfir litla efnalaug. Ari segir nýja húsnæðið nokkuð sambærilegt því sem var í Skeifunni, en þó aðeins minna. 

Elds­upp­tök Skeifubrunans voru í og við þvotta­grind­ur sem stóðu við strau­vél­ar í efnalauginni. Sjálfs­íkveikja varð vegna hita og oxun­ar eft­ir þvott og við þurrk­un, í stafla af bóm­ull­ar­blönduðu efni. Að sögn lög­reglu var mik­ill hiti orðinn í rým­inu þegar eld­ur­inn kviknaði, og leiddi það til þess að hann barst hratt út.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK