Búið að loka Kaffitári í Leifsstöð

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Kristinn Ingvarsson

Búið er að loka kaffihúsi Kaffitárs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir tíu ár í rekstri. „Okkur hefur þótt einstaklega vænt um alla þá sem drukku sinn fyrsta eða síðasta kaffibolla á leið til eða út úr landinu,“ segir í tilkynningu, sem birt var á heimasíðu Kaffitárs í dag, þar sem starfsfólki flugstöðvarinnar er jafnframt þakkað fyrir ánægjulegt samstarf.

Kaffitár fékk ekki áfram­hald­andi rekstr­ar­leyfi í flugstöðinni eftir útboðsferli Isavia á verslunarrýminu. Alþjóðlega kaffi­húsið Sega­fredo opn­ar í staðinn á veg­um nýs fyr­ir­tæk­is sem stofnað verður um sam­starf franska fyr­ir­tæk­is­ins Lag­ar­dére Services og ís­lenska fyr­ir­tæk­is­ins Nord, sem þegar er með veit­ing­a­rekst­ur á flug­vell­in­um.

Í samtali við mbl í haust sagði Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, for­stjóri Kaffitárs, að stór hluti af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins stafaði frá kaffi­hús­inu í flugstöðinni og var niður­staða útboðsferlisins því mikið högg í ljósi þess að Kaffitár fram­leiðir allt kaffi og bakk­elsi sjálft og mun störf­um í fram­leiðslu þannig fækka í kjöl­farið.

Frétt mbl.is: Gruggugt útboðsferli í Leifsstöð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK