Airbus seldi meira en Boeing

A350 XWB flugprófunarvélar Airbus.
A350 XWB flugprófunarvélar Airbus. AFP

Aribus seldi fleiri flugvélar en Boeing á árinu 2014. Munurinn var þó ekki mikill hjá flugfélögunum tveimur þar sem Airbus seldi 1.456 vélar en Boeing 1.432. Er þetta næstbesti árangur Airbus frá stofnun fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að salan hafi verið umfram væntingar og að markaðshlutdeild félagsins með yfir 100 sæta flugvélar hafi verið yfir 50% í lok ársins. Boeing afhenti þó fleiri vélar á árinu, eða 723 talsins, á meðan Airbus skilaði af sér 629 vélum.

Salan hjá Boeing var betri framan af árinu en Airbus afgreiddi hins vegar fjölda pantana í desember og tók því fram úr fyrrnefnda félaginu.

Að því er fram kemur í tilkynningunni er búist við að eftirspurn verði eftir 7.800 nýjum flugvélum á næstu tveimur áratugum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK