Seðlabanki Sviss harðlega gagnrýndur

Svissneskir frankar.
Svissneskir frankar. Wikipedia

Svissneski seðlabankinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun sína að nema úr gildi fyrri ákvarðnir sem miðuðu að því að stemma stigum við gengishækkun svissneska frankans. Í kjölfarið hefur gengi hans hækkað mjög.

Fram kemur í frétt AFP að ákvörðun bankans hafi meðal annar leitt til gjaldþrots nokkurra erlendra gjaldeyrismiðlara. Heimafyrir hafa útflytjendur kvartað yfir áhrifum ákvörðunarinnar á hagsmuni þeirra. Hún gæti að sama skapi leitt til þess að þeir yrðu gjaldþrota.

Samtök atvinnulífsins í Sviss lýsti því yfir í yfirlýsingu að ákvörðunin væri óskiljanleg á þessum tímapunkti. Hún gæti meðal annars skaðað ferðamannaiðnað Sviss. Svissneska dagblaðið Le Temps sakaði seðlabankann um barnaskap og velti því fyrir sér hvort bankinn hefði gleymt því hlutverki sínu að stuðla að stöðugleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK