Alþjóðleg fyrirtæki grafa eftir bitcoin

Í gagnaveri.
Í gagnaveri. mbl.is/afp

Yfir tíu alþjóðleg fyrirtæki grafa eftir rafræna gjaldmiðlinum bitcoin í gagnaveri upplýsingatæknifélagsins Advania á Fitjum í Reykjanesbæ. Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania, segir í samtali við Morgunblaðið að um þrjú þúsund tölvur séu notaðar til verksins, en þær nýta alls um 8,5 megavött af raforku.

Ef svo fer fram sem horfir, að hróður gjaldmiðilsins vaxi enn frekar, mun þessi starfsemi aukast með verulegum hætti í gagnaverum félagsins á næstu misserum.

Fyrstu tveir áfangar gagnaversins voru teknir í notkun í fyrra, 2.500 fermetrar að stærð, og segir Eyjólfur að nú sé búið að fylla gagnaverið af meðal annars svokölluðum bitcoin-námuvélum. Þriðji áfanginn verður, ef að líkum lætur, tekinn í notkun í aprílmánuði.

Bitcoin-námuvinnsla er ört vaxandi þáttur í gagnaversiðnaði nú á dögum. Námavinnslan gengur út á að búa til nýjar bitcoin-myntir og er þeim skipt niður á „námumennina“ eftir reiknigetu þeirra. Enginn seðlabanki prentar myntina, en þess í stað eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðijöfnur sem verða sífellt flóknari eftir því sem á líður, enda er kerfið þannig úr garði gert að fjöldi útgefinna mynta er takmarkaður. Þegar fjöldi mynta hefur náð 21 milljón verður vinnslunni hætt.

Aðstæður á Íslandi þykja góðar til námuvinnslunnar, með sömu rökum og þær þykja ákjósanlegar fyrir gagnaver. Eyjólfur bendir þó á að víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Svíþjóð og á Finnlandi, sé verið að búa til nýjar myntir, ekki aðeins hér. „Hér á landi fá menn aðgang að orku sem og að hagkvæmri kælingu. Einungis vegna íslenska loftslagsins er tiltölulega hagkvæmt að stunda þessa vinnslu hér, þó svo að til séu ódýrari staðir til að reikna þessa mynt.“

Æ fleiri nota bitcoin

Aðspurður segir Eyjólfur að enn sé þónokkur áhugi erlendis. „Þetta er mikill samkeppnismarkaður engu að síður. Gengi bitcoin hefur verið sveiflukennt og miðað við sama tíma í fyrra er það nokkuð lágt. Af þeim sökum hefur dregið úr áhuganum en ég held að það sé aðeins tímabundið ástand,“ segir hann og bætir við:

„Við tókum við fyrstu viðskiptavinunum af þessu tagi um mitt ár 2013. Þá byrjaði þetta og á seinasta ári má segja að þetta hafi sprungið út, en ég tel að vöxturinn muni jafna sig á þessu ári.“

Hann bendir jafnframt á að æ fleiri séu farnir að nota myntina dagsdaglega og að stórfyrirtæki eins og Dell og Microsoft taki nú þegar við greiðslum í bitcoin. „Það styrkir okkar trú um að gjaldmiðillinn eigi sér áframhaldandi líf,“ segir Eyjólfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka