Nýir hluthafar hjá DV

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður DV, segir nýja hluthafa væntanlega í …
Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður DV, segir nýja hluthafa væntanlega í hluthafahóp DV. Samsett mynd

Nýir fjárfestar eru komnir í hluthafahóp DV og verður fjölmiðlanefnd tilkynnt um þá síðar í dag eða á morgun að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðaleiganda og stjórnarformanns DV. Sagði hann einnig að stefnt væri að frekari hlutafjáraukningu er nemur um 30 prósentum af heildarhlutafé félagsins.

Félagið Pressan ehf., sem er að mestu í eigu Björns Inga Hrafnssonar, á um 70 prósent hlut í DV ehf. Press­an ehf. er móður­fé­lag Vefpress­unn­ar sem rek­ur vef­miðlana Press­una, Eyj­una og Bleikt. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, á þá 10% hlut í Pressunni og Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður um 10%. 

Steinn Kári Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Útgáfu­fé­lags­ins DV ehf., er þá einn þeirra er koma nýir inn í félagið með 10% hlut.

Samrunar á fjölmiðlamarkaði

„Þegar ég keypti þetta sagði ég að fleiri aðilar myndu koma inn,“ segir Björn Ingi. „Við stefnum að dreifðri eignaraðild,“ segir hann. Þá telur hann mikla samruna væntanlega á fjölmiðlamarkaði á komandi ári og bætir við að DV þurfi meira fjármagn ætli það að „gera eitthvað með öðrum fjölmiðlafyrirtækjum.“ Aðspurður hvort frekari samrunar séu væntanlegir hjá DV svarar hann þó neitandi. „Ég tel að á þessu ári verði slík uppskipti. Að menn muni í auknum mæli horfa til samstarfs. Ég á ekki við neitt sérstakt en er bara að útskýra hvert við erum að stefna,“ segir Björn Ingi.

Þá segir hann að DV eigi að skila hagnaði á árinu 2015. Samkvæmt síðasta ársreikningi DV nam tap á rekstri út­gáfu­fé­lags fjölmiðilsins ríf­lega 37 millj­ón­um króna á árinu 2013. Björn Ingi segir að nýir eigendur séu þegar búnir að ráðast í stórtækar aðgerðir til þess að koma kostnaðinum niður fyrir tekjurnar og telur því áformin fyllilega raunhæf. Þá bendir hann á að búið sé að sameina stoðdeildir Vefpressunnar og DV í stóra turn­in­um við Kringluna þótt ritstjórnarskrifstofurnar séu enn aðskildar en Björn segir fyrirkomulagið leiða til mikillar hagræðingar í rekstri.

Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK