MS fær ekki einkarétt á skyri

Framleiðendur í Svíþjóð mega nú kalla vöruna sína skyr.
Framleiðendur í Svíþjóð mega nú kalla vöruna sína skyr.

Sænska einkaleyfastofan hefur úrskurðað að hver sem er megi nefna vöru sína „skyr“ rétt eins og hver sem er má nefna sína vöru „jógúrt“. Fyrirtækið Kavli hefur hingað til eitt framleitt skyrið samkvæmt samningi við Mjólkursamsöluna. 

Forstjóri MS, Einar Sigurðsson, segir að málinu verði fylgt eftir og hefur niðurstöðunni þegar verið andmælt. MS er þegar með einkaleyfi á heitinu í Noregi og Finnlandi.

Einar segir að í sumum löndum hafi orðið einfaldlega ratað inn í tungumálið með íslenska skyrinu en annars staðar hefur það þegar til í málinu. Þegar staðan er þannig reynir MS að öðlast svokallaða markaðsfestu á vörumerkinu en það gerist þegar varan telst orðið þekkt á sviðinu og öðlast eigandi vörunnar þá vörumerkjarétt þótt merkið sé ekki skráð. Til þess að koma því frekar í gegn segir Einar að áhersla sé lögð á íslensk sérkenni skyrsins. 

Í niðurstöðu einkaleyfisstofunnar segir sögulegar rætur skyrsins megi rekja til Íslands en það hafi verið selt í Svíþjóð frá árinu 2012. Það var fyrirtækið Skånemejerier sem mótmælti einkaleyfisskráningu vörumerkisins og sögðu forsvarsmenn þess að eftirspurnin eftir skyri í Svíþjóð væri meiri en svo að einn framleiðandi gæti annað henni. Einkaleyfisstofa féllst á það þar sem ekkert samheiti væri til yfir vöruna á sænsku og því hefði það íþyngjandi áhrif að einskorða notkunina við einungis einn framleiðanda.

Einar Sigurðsson, forstjóri MS.
Einar Sigurðsson, forstjóri MS. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK