Baðhúsið gjaldþrota

Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir

Baðhúsið var úrskurðað gjaldþrota þann 16. janúar sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Baðhúsinu í Smáralind var lokað í desember og sagði Linda Pétursdóttir, eigandi þess, að rekstrargrundvellinum hefði verið kippt undan fyrirtækinu þegar loforð um afhendingartíma voru svikin auk þess sem húsnæðið hefði verið hálfklárað við afhendingu og iðnaðarmenn hefðu því sífellt verið andandi ofan í hálsmálið á viðskiptavinum.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags, eiganda húsnæðisins, sagði hins vegar að leigusamningnum við Baðhúsið hefði verið rift vegna vanefnda.  Linda sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ætla að kanna réttarstöðu sína vegna ummælanna. „Það er hálfótrú­legt að lesa yf­ir­lýs­ing­ar for­stjór­ans um að staðið hafi verið við alla samn­inga. Starfs­fólk og viðskipta­vin­ir Baðhúss­ins geta vitnað um að sann­leik­ur­inn er allt ann­ar,“ var haft eftir Lindu.

21 ár í rekstri

All­ir viðskipta­vin­ir Baðhúss­ins gátu nýtt líkamsræktarkort sín út gild­is­tím­ann hjá Sport­hús­inu. Gjafakort voru þó ekki endurgreidd en Baðhúsið samdi hins vegar við fjögur fyrirtæki um innlausn þeirra og gátu viðskiptavinir því nýtt sé þá inneign sem kortin fela í sér hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin eru Sporthúsið, Snyrti- og nuddstofan Bonita, Modus hárstofa og Gentle Giants hvalaskoðunin á Húsavík.

Linda stofnaði Baðhúsið árið 1994, þá 24 ára göm­ul. Fyrstu þrjú árin var Baðhúsið til húsa í Ármúla, þaðan sem það flutti í Braut­ar­holt. Baðhúsið var opnað í Smáralind fyr­ir um ári.

Hvalaskoðun í stað Baðhússins

Endurgreiða ekki gjafakortin

Linda Pé kannar réttarstöðu sína

Riftu vegna vanefnda

Linda Pé lokar Baðhúsinu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka