Samloku- og safastaðurinn Joe and the juice var í dag opnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Staðurinn er á milli innritunar- og komusalar og er því öllum opinn.
Á Facebook síðu Joe and the Juice kemur fram að drykkir hafi verið í boði hússins fyrir farþega í morgun.
Annar staður verður þá opnaður í verslunarsvæðinu á efri hæð flugstöðvarinnar í mars.
Fyrirtækið rekur fyrir þrjá staði á Íslandi; í Kringlunni, Smáralind og World Class í Laugum.
verða gerðar á flugvellinum á næstu árum en áætlað er að framkvæma á vellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 til 2016.