Íslendingar í HSBC leyniskjölunum

AFP

Í gögnunum sem lekið var úr útibúi breska bankans HSBC í Sviss kemur fram að sex viðskiptavinir með tengingu við Ísland hafi átt um 9,5 milljónir dollara, eða rúma 1,2 milljarða íslenskra króna, á 18 bankareikningunum.

Þetta kemur fram í sundurliðun á gögnunum eftir löndum og fólki á vefsíðu alþjóðlegrar stofnunar rannsóknarblaðamanna, eða In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists. Þar segir að sautján prósent þessara sex viðskiptavina séu Íslendingar eða með íslenskt vegabréf, sem þýðir að um einn einstakling sé að ræða. Hæsta fjárhæðin sem einstakur viðskiptavinur með Íslandstengingu geymdi á reikningunum var átta milljónir dollara, eða um einn milljarður íslenskra króna. Voru því fimm viðskiptavinir með þær rúmlega 200 milljónir sem eftir standa. 

Ísland situr í 154. sæti á lista yfir þau lönd sem voru með hæstar fjárhæðir á reikningunum.

Fengu greitt út í erlendum gjaldeyri

Í gögnunum kemur fram að útibú HSBC í Sviss aðstoðaði auðuga viðskipta­vini sína við að svíkja und­an skatti með því að fela millj­ón­ir Banda­ríkja­dala á reikn­ing­um hjá bank­an­um.  Þannig var eign­um fyr­ir millj­ón­ir Banda­ríkja­dala stungið und­an. 

Sam­kvæmt umfjöllun Guar­di­an gátu viðskipta­vin­ir bank­ans fengið greitt út í er­lend­um gjald­eyri af leyni­reikn­ing­um sín­um hjá HSBC í Sviss. Eins hafi bank­inn markaðssett sig á þann hátt að það höfðaði til auðugra evr­ópskra viðskipta­vina sem vildu losna und­an því að  greiða skatta heima fyr­ir.

Sam­kvæmt HSBC skjöl­un­um, sem ná yfir tíma­bilið 2005-2007 er hul­unni svipt af um 30 þúsund ein­stak­ling­um sem áttu um 120 millj­arða Banda­ríkja­dala á leyni­reikn­ing­um hjá HSBC í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK