Skuggalega góð sala á kynlífsleikföngum

AFP

Svipur, bindi fyrir augun og perlur fyrir endaþarmsmök seljast eins og heitar lummur í kynlífsverslunum í Danmörku. Eru þessi stórauknu viðskipti rakin til bókanna um 50 gráa skugga og væntanlegrar kvikmyndar, Fifty Shades of Grey. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Local.dk.

Myndin verður frumsýnd í Danmörku á fimmtudag og á föstudag á Íslandi. Samkvæmt frétt Local eru það ekki bara kvikmyndahúsin sem græða á myndinni því danskar kynlífsverslanir hafa undanfarið greint frá mikilli söluaukningu á kynlífsleikföngum sem notuð eru í bókunum og í kvikmyndinni. 

Til þess að bregðast við aukinni eftirspurn hafa kynlífsbúðir í Kaupmannahöfn og Árósum keypt inn mikið magn slíkra leikfanga. „Við höfum keypt inn tvöfalt meira af kynlífsleikföngum sem eru meira á jaðrinum á því sviði. Það eru einkum bindi fyrir augun, svipur og kynlífsleikföng sem notuð eru í endaþarm sem viðskiptavinir óska eftir,“ segir Sabina Elvstram-Johns, eigandi kynlífsverslunarinnar Lust í Kaupmannahöfn, í viðtali við danska ríkissjónvarpið.

Elvstram-Johns segir að allt frá því fyrsta Fifty Shades-bókin var gefin út í Danmörku árið 2012 hafi áhugi á litríkara kynlífi aukist í Danmörku. Hún segir ljóst að konur og karlar í Danmörku hafi nú áhuga á að gera fleiri tilraunir í kynlífinu og uppgötva eitthvað nýtt.

<strong>Stikla úr kvikmyndinni Fifty Shades Of Gray</strong>

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK