Skúli Valberg til Beringer Finance

Skúli Valberg Ólafsson
Skúli Valberg Ólafsson

Skúli Valberg Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sænska ráðgjafafyrirtækisins Beringer Finance AB. Hann verður meðeigandi og tekur sæti í stjórn félagsins en hann mun einnig sinna fjármálaráðgjöf.

Beringer Finance AB er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi og sinnir verkefnum tengdum ráðgjöf við kaup, sölu, sameiningar og fjármögnun fyrirtækja í Norður-Evrópu.

Skúli var áður framkvæmdastjóri hjá Straumi-Burðarási og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Þá hefur hann m.a. sinnt ráðgjafar- og fjárfestingarverkefnum fyrir Raiffeisen Bank í Austurríki auk þess sem hann hefur veitt mörgum íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækum rekstrar- og fjármálaráðgjöf og sinnt nýsköpun.

Skúli er útskrifaður iðnaðar- og kerfisverkfræðingur frá háskólanum í Flórída og nam skipulagða áætlanagerð í Edinborgarháskóla. Hann er kvæntur Aðalbjörgu E. Halldórsdóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau saman þrjú börn.

Beringer Finance er einnig með starfsemi á Íslandi og stýrir Jónmundur Guðmarsson henni.

Frá þessu er greint á heimasíðu Beringer Finance.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka