Bensínverð fer ekki á flug

Verð á bensínlítranum hækkaði aftur upp fyrir 200 krónur á síðasta föstudag og stendur algengt verð nú í 202,5 til 204,9 krónum. Þrátt fyrir verðhækkun á liðnum dögum gera langrímaspár ekki ráð fyrir mikilli uppsveiflu í verði að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra hjá N1.

Tunnan af hráolíu kostaði í morgun 55,84 dollara og í gærmorgun 52,82 en ávallt er reynt að halda bensínverðinu hér á landi í takt við heimsmarkaðsverðið. Magnús segir spár gera ráð fyrir að tunnan verði á um 55 til 65 dollara á næstu misserum og því engar gífurlegar verðhækkanir í sjónmáli. Þá vísar hann til þess að Saudi- Arabar hyggjast ekki draga úr olíuframleiðslu til þess að hækka verðið. „Þrátt fyrir að við séum að sveiflast á milli daga gera langtímaspár ráð fyrir stillu á markaði. Ekki er líklegt að verðið fari á flug,“ segir Magnús.

Bensínlítrinn var ódýrastur hjá Orkunni í dag á 202,5 krónur. Hann var á 202,6 krónur hjá Atlantsolíu og ÓB en 202,8 hjá N1 og Olís. Dýrastur var hann hjá Skeljungi á 204,9 krónur. Algengt verð á lítranum af dísilolíu var á 204,5 krónur til 204,9 krónur.

Hér er hægt að fylgjast með verðbreytingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK