Lýsing tapaði þremur málum í héraði

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing tapaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þremur málum sem skuldarar höfðuðu vegna ágreinings um uppgjör á lánasamningum. Í þeim öllum var fallist á að skuldarar Lýsingar geti borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiðslu vaxta af láni sem bundið var ólögmætri gengistryggingu.

Í einu þeirra var einnig fallist á að í samningi aðila hefðu ekki verið viðhlítandi heimildir til heimtu verðbóta eða breytilegra samningsvaxta.

Lýsing þarf samtals að greiða 1,5 milljón króna í málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK