Nýr lánasjóður fyrir námsmenn

Framadagar 2001 Háskólanemar.
Framadagar 2001 Háskólanemar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framtíðin er nýr námslánasjóður sem hóf göngu sína í dag og veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða erlendis geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Einnig er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu á Íslandi lánshæft.

Í tilkynningu segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.

Þá geta námsmenn með lán hjá LÍN einnig sótt um lán hjá Framtíðinni. 

Framtíðin er fjármögnuð í gegnum skuldabréfasjóði sem eru í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Síðar er stefnt að fjármögnun með útgáfu skuldabréfa sem skráð verða í kauphöll. Að baki skuldabréfasjóðunum standa öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, eignastýringar og almennir fjárfestar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK