Gert klárt fyrir fyrstu gestina

Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að reisa hótelið við Höfðatorg og er unnið að því að innrétta það. Hótelið verður afhent 1. júní til leigutakans, Fosshótel Reykjavík, og von er á fyrstu gestum hótelsins í sama mánuði. Þar verða 320 her­bergi, þar af sjö svít­ur á 16. hæðinni, sem er sú efsta. Hótelið, sem verður það stærsta á landinu, er nánast fullbókað í sumar.

Hall­grím­ur Magnús­son, bygg­ing­ar­stjóri Höfðatorgs, segir að staðið verði við afhendingartímann enda ekkert annað í boði. Vitað hafi verið allan tímann að þetta yrði tæpt og það hafi ekkert breyst. Áhyggjur hans og annarra sem stýra framkvæmdum snúa einkum að því að aukin þensla þýðir að erfiðara er að fá fólk til starfa.

„Við höfum getað unnið þetta hingað til á eðlilegum vinnutíma en undir það síðasta má búast við því að vaktafyrirkomulag taki við,“ segir Hallgrímur. 

Stefnt er að því að hót­elið taki til starfa eftir þrjá mánuði og er bygg­ing­ar­tím­inn rúm­ir átján mánuðir. Það er bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið Eykt sem bygg­ir hót­elið líkt og aðrar bygg­ing­ar við Höfðatorg und­an­far­in ár.

Vinnuaflið óvissuþáttur

Það eina sem við óttumst verulega er ef það kemur mikil hreyfing á vinnumarkaðinn. „Það getur sett stórt skarð í verkefni sem þetta og öll önnur byggingarverkefni með fyrirfram ákveðna skiladaga. Ég segi bara eins og er: Við erum með krosslagða fingur,“ segir Hallgrímur. 

Að sögn Hallgríms hefur mönnunin gengið vel hingað til og Eykt haldist vel á starfsfólki en um 200 manns vinna við bygginguna. Fjöldi starfsmanna hefur haldist nokkuð jafn allan tímann og segir Hallgrímur að stöðugleiki hafi einkennt alla mönnun, hvort heldur sem um undirverktaka eða starfsmenn Eyktar er að ræða. Þar hefur skipt máli að geta tryggt fólki áframhaldandi vinnu því fátt er jafn slæmt í rekstri fyrirtækja og að  búa við óstöðugleika. Hann segir þetta hafa breyst mikið frá fyrstu árum eftir hrun þegar Eykt gat ekki boðið sínum starfsmönnum upp á meira öryggi en sem nam þremur mánuðum í einu.

„Þannig að við höfum ekki lent í vandræðum með mönnunina eins og áttum kannski von á í upphafi framkvæmda vegna yfirvofandi þenslu á byggingarmarkaði. Við höfum frekar þurft að vísa mönnum frá sem hafa sótt um vinnu hjá okkur og á það bæði við um íslenska sem útlenda umsækjendur,“ segir Hallgrímur.

Verri aðgangur að aðföngum eftir hrun

Búið er að reisa allar hæðir, 19 talsins, þar af bílakjallara á þremur hæðum neðanjarðar, unnið er að því að klæða húsið að utan og lokafrágangi innanhúss- sem utan. 

„Það eru í raun tveir óvissuþættir við þessa byggingu eins og staðan blasir við okkur í dag. Það er vinnuumhverfið, að kjarasamningar fari ekki í uppnám, og aðföngin sem eftir eru. Það er þetta tvennt sem skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur.

Hann segir að bæði Eykt og aðrir í byggingariðnaðinum hafi allt frá hruni þurft að búa við verri aðgang að aðföngum og segir Hallgrímur þetta hafa frekar versnað ef eitthvað er. „Birgjar geta ekki staðið við sínar skuldbindingar og oft óvissa um hvort það takist. Við höfum enga skýringu á því hvers vegna þetta er svona, hvort íslenski markaðurinn sé í öðru sæti, eða hvað það er,“ segir Hallgrímur.

Framkvæmdaleyfi í höfn

En framkvæmdum Eyktar er hvergi nærri lokið á Höfðatorgsreitnum því gert er ráð fyrir þremur byggingum til viðbótar inn á reitinn, fjölbýlishúsi og tveimur skrifstofubyggingum.

Það er komið framkvæmdaleyfi vegna byggingar tólf hæða íbúðarhúss og næsta áfanga bílakjallara Höfðatorgs við hliðina á hótelinu. Um er að ræða sameiginlegan bílakjallara með öðrum byggingum á reitnum með bílastæði fyrir starfsmenn, gesti og íbúa á Höfðatorgsreitnum, tengd saman neðanjarðar.

Að sögn Hallgríms er verið að vinna að hönnun hússins og útliti og skipulagi íbúða í húsinu en alls verða íbúðirnar rúmlega níutíu talsins af öllum stærðum og gerðum. Áhersla er hins vegar lögð á smærri íbúðir enda mest eftirspurn eftir þeim á miðborgarsvæðinu. Eykt byggir húsið.Félagið Höfðaíbúðir mun eiga íbúðirnar og selja þær á almennum markaði. 

Um fimm millj­arða króna fram­kvæmd er að ræða og er áformað að fram­kvæmd­um ljúki um mitt ár 2017. Byrjað er á jarðvinnu og stefnt er að því að hefja uppsteypu bílakjallaraáfangans í næsta mánuði. 

Reynt að koma í veg fyrir óþarfa rask

Spurður um hávaða og ónæði íbúa og þeirra sem vinna í næsta nágrenni við byggingarnar segir Hallgrímur að það sé ljóst að framkvæmdum fylgi hávaði og rask. „En við höfum samið við öflugan verktaka, Suðurverk, um að annast jarðvinnu líkt og við fyrri turna. Þetta vannst mjög vel hjá þeim í síðasta áfanga en þeir reyna að vinna þetta hratt og sprengja sem mest. Það koma eðlilega kvartanir út af sprengingunum en það er samt mun minna ónæði af þeim fyrir hinn almenna borgara heldur en þegar stórtækar vinnuvélar eru notaðar við að brjóta upp klöppina. Það er reynt að sprengja á milli klukkan 17 og 18 á virkum dögum og bara ein sprenging á dag,“ segir Hallgrímur.

Þegar er farið að skoða næstu möguleika á Höfðatorgsreitnum en þar er gert ráð fyrir tveimur níu hæða skrifstofuturnum til viðbótar. Önnur bygginganna er þegar komin á teikniborðið og hafa mögulegir leigutakar og fjárfestar tekið vel í hugmyndir sem þar hafa verið kynntar. Fyrsti turninn sem byggður var við Höfðatorg er allur í útleigu og að sögn Hallgríms er eftirspurn eftir skrifstofu- og atvinnuhúsnæði á þessu svæði.

Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Nýi turninn við Höfðatorg. Tólf hæða fjölbýlishús með 90 íbúðum
Nýi turninn við Höfðatorg. Tólf hæða fjölbýlishús með 90 íbúðum
Byrjað er á framkvæmdum við tólf hæða íbúðaturn á vegum …
Byrjað er á framkvæmdum við tólf hæða íbúðaturn á vegum Eyktar á Höfðatorgsreitnum.
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Hallgrímur Magnússon byggingarstjóri Höfðatorgs
Hallgrímur Magnússon byggingarstjóri Höfðatorgs mbl.is/Golli
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015
Fosshótel - Höfðatorg, mynd tekin 18. febrúar 2015 Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka