Apple byggir gagnaver í Danmörku

AFP

Apple ætlar að byggja tvö ný gagnaver í Danmörku og Írlandi. Fjárfestingin nemur um 1,9 milljarði dollara og verða þau alfarið knúin áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnt er að því að taka gagnaverin í notkun árið 2017 en þau eiga að skapa nokkur hundruð ný störf.

Fjárfestingin skiptist jafnt milli landanna tveggja en írsk stjórnvöld staðfestu við Reuters að 850 milljónum dollara yrði varið þar í landi. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði að um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins í Evrópu væri að ræða.

Gagnaverið í Írlandi verður í Athenry við vesturströnd landsins en það danska verður í Viberg í vesturhluta Danmerkur.

Gagnaverin munu hýsa ýmsa þjónustu Apple, s.s. iTunes Store, App Store, iMessage, Maps og Siri fyrir evrópska notendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK