Catalina vill opna búð í Smáralind

Saga Catalinu, Hið dökka man, kom út haustið 2010.
Saga Catalinu, Hið dökka man, kom út haustið 2010. Samsett mynd

Ca­tal­inu Ncogo langar helst að opna tvær Miss Miss-tískuverslanir í Reykjavík, aðra í Smáralind og hina á Laugavegi. Hún vill að verslanirnar verði stórar og flottar og segir það ekki sinn stíl að vera úti í horni.

Miss Miss er hluti ít­alskr­ar tísku­versl­un­ar­keðju en Ca­tal­ina opnaði fyrstu slíku verslunina í Holta­görðum á árinu 2013. Hún lokaði henni í lok síðasta árs og segir húsnæðið í Holtagörðum ekki hafa hentað og vill vera þar sem fólksumferð er meiri.

Hún segist hafa haft áhuga á verslunarrými í Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi en hins vegar sé rýmið í Kringlunni líklega of dýrt. Því hefur hún sótt um pláss í Smáralind og á von á svörum á næstu dögum. Þá hyggst hún mögulega opna aðra verslun á Laugaveginum en segist þó eiga eftir að gera það upp við sig hvort hún vilji helga sig alfarið verslunarrekstrinum. „Ég á eftir að ákveða hvað ég vill verða,“ segir Catalina.

Vildi losna úr Holtagörðum

Líkt og mbl hefur áður greint frá var fé­lagið Exclusi­ve Bout­ique C. Ncogo ehf. tekið til gjaldþrota­skipta hinn 30. októ­ber 2014. Fé­lagið er í eigu Ca­tal­inu  og sagði hún að félagið hefði haldið utan um leigu­samn­inginn um versl­un­ar­rýmiið í Holtagörðum. Catalina vildi hins vegar losna úr húsnæðinu og ákvað því að setja fé­lagið í þrot. Í samtali við mbl sagði hún að leigan hefði ný­lega verið hækkuð og væri of há. Þá sagði hún leigu­samn­ing­inn hafa verið til tíu ára og óuppsegjanlegan. Taldi hún sig því ekki eiga ann­arra kost­a völ en að setja fé­lagið í þrot og losna þannig und­an samn­ings­sam­band­inu.

Líkt og áður hef­ur verið greint frá var Ca­tal­ina dæmd í 2½ árs fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness í des­em­ber 2009 fyr­ir hag­nýt­ingu vænd­is og fíkni­efna­brot. Hæstirétt­ur þyngdi þann dóm hins veg­ar í 3½ ár í júní 2010. Þá var hún einnig dæmd í 15 mánaða fang­elsi í júlí 2010 fyr­ir milli­göngu um vændi, lík­ams­árás og brot gegn vald­stjórn­inni og var dóm­ur­inn hegn­ing­ar­auki við fyrri dóm. Ca­tal­ina var hins veg­ar sýknuð af ákærðu fyr­ir man­sal.

Hún sat inni í tvö ár í kvennafang­els­inu í Kópa­vogi og var lát­in laus í júní 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK