Hluthafar HB Granda fái 2,7 milljarða

HB Grandi
HB Grandi Þórður

Hagnaður HB Granda nem 36,3 milljónum evra, eða um 5,5 milljörðum króna, á árinu 2014 og jókst um tæpar 200 milljónir króna milli ára. Rekstrartekjur ársins námu 214,9 milljónum evra, eða um 32 milljörðum króna samanborið við rúma 29 milljarða og jukust því um þrjá milljarða milli ára.

Þetta kemur fram í ársreikningi HB granda.

Hagnaður fyrir afskriftir og virðisrýrnun (EBITDA) ársins 2014 var 49,9 milljónir evra, eða um 7,5 milljarðar, og jókst um 700 milljónir milli ára.

Stjórn félagsins hefur lagt til að á árinu 2015 verði vegna rekstrarársins 2014 greidd 1,50 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2,7 milljarðar króna, sem samsvarar 8,1% af eigin fé eða 4,4% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2014. Arðinn á að greiða út þann 30. apríl og er síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 10. apríl. Stefnt er þá að því að greiða arðinn út þann 13. apríl nk.

Ársverkum fjölgaði

Meðalfjöldi ársverka árið 2014 var 920 en var 828 árið 2013.  Laun og launatengd gjöld námu samtals 9,7 milljörðum króna á meðalgengi ársins, samanborið við 9,4 milljarða árið áður.

Heildareignir félagsins námu 366,7 milljónum evra árslok 2014. Þar af voru fastafjármunir 284,3 milljónir evra og veltufjármunir 82,4 milljónir  Eigið fé nam 218,8 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 60%, en var 61% í lok árs 2013. Heildarskuldir félagsins voru í árslok 147,9 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK