Ætla ekki að gefast upp á A380

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hyggst ekki gefast upp á ofurþotunni A380 þrátt fyrir að hún pantanir hafi látið á sér standa. Tom End­ers, for­stjóri Air­bus Group, segir þau flugfélög sem tekið hafa ofurþotuna í notkun lofa hana í hástert og eins farþegar sem ferðast hafa með henni.

Enders var í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, þar sem hann var spurður í út A380 og hvort ekki væri heillavænlegast fyrir Airbus að hætta framleiðslu hennar. Enders sagði um tuttugu pantanir hafa borist í fyrra sem væri ekki svo slæmt. Vissulega þurfi fleiri pantanir og unnið sé að því að fjölga þeim á þessu ári. Þá sé sílfelt unnið að endurbótum á þotunni. „Ég er bjartsýnn fyrir hönd stóra fuglsins,“ sagði Enders en A380 er stærsta farþegaþota heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka