Hækka bílastæðagjald við Flugstöðina

Dýrara verður að leggja við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Dýrara verður að leggja við Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Sigurður Bogi

Í byrjun næsta mánaðar hækkar gjaldið á skammtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk þess sem sólarhringsgjaldið verður nærri fimmtungi dýrara.

Klukkustundargjaldið fyrir skammtímastæði verður hækkað úr 150 krónum í 230 krónur en fyrsta korterið verður þó áfram frítt. Á heimasíðu Isavia segir að gjaldið miðist við gjaldsvæði P1 í Reykjavík að undanteknu gjaldfrelsi fyrstu 15 mínúturnar og mun það í framtíðinni breytast í samræmi við það.

Eftir verðbreytingarnar 1. apríl hækkar sólarhringsgjaldið á langtímastæðinu úr 800 krónum í 950 krónur og tekur Túristi fram að bíleigandi sem leggur þar í eina viku muni greiða 6.650 krónur í stað 5.600 króna. Gjaldskráin fyrir lengri tíma helst óbreytt og verða áfram greiddar 600 krónur á sólarhring í annarri viku og 400 krónur eftir tvær vikur.

Líkt og Túristi hefur áður greint frá er mun ódýrara að leggja bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en stærstu flugvelli Norðurlanda. Það breytist ekki við hækkunina um mánaðamótin. Við Arlanda-flugvöll í Stokkhólmi kostar sólarhringurinn t.d. 2.100 krónur en klukkustundin 800 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka