Mögulegt greiðslufall hjá Reykjanesbæ

Frá Reykjanesbæ
Frá Reykjanesbæ Kristinn Ingvarsson

Komið gæti til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjanesbæjar í framtíðinni ef viðræður við kröfuhafa bera ekki árangur en niðurstaða þeirra á að liggja fyrir á næstu vikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum þar sem ítrekað er að fjárhagsstaða bæjarfélagsins sé alvarleg og að yfirvöld eigi nú í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skulda.

Reykja­nes­bær var skuldug­asta bæjarfélagið í árs­lok 2013 miðað við skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um. Skuld­ir þess hafa fjór­fald­ast frá ár­inu 2002 til 2013. Sam­tals vantaði Reykja­nes­bæ öll þessi ár rúma þrjá millj­arða á verðlagi hvers árs til að geta staðið und­ir dag­leg­um út­gjöld­um sveit­ar­fé­lags­ins að fullu og hvað þá að eiga fyr­ir af­borg­un­um lána og ný­fram­kvæmd­um úr rekstri.

Skuldir Reykjanesbæjar voru 248% sem hlutfall af tekjum í lok árs 2013 en samkvæmt lögum um sveitafélög mega þau ekki skulda meira en sem nemur 150% af reglulegum tekjum þeirra. Reykjanesbær þarf að leiðrétta skuldastöðuna fyrir árslok 2021.

Frétt mbl.is: Mikilvægast að slökkva eldinn

Frétt mbl.is: Alvarlegur misskilningur í Reykjanesbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK