Costco á Íslandi er ekki Costco

Costco opnar ekki eftir nokkrar vikur.
Costco opnar ekki eftir nokkrar vikur.

Sumir virðast bíða spenntari en aðrir eftir komu Costco til landsins en einhverjir ótengdir fyrirtækinu hafa opnað Facebook síðuna „Costco á Íslandi“ þar sem hægt er að vinna sólarlandaferð að eigin vali fyrir tvo ásamt gjafakorti í verslunina. „Eru þetta ekki bara einhverjir djókarar?“ spyr Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, aðspurður um málið.

Á Facebook síðunni, sem um 2.600 manns hafa líkað við, segir að verslunin verði opnuð eftir nokkrar vikur. Þeim sem geta bent á væntanlega staðsetningu verslunarinnar er þá heitið veglegum vinningum. „Það myndi nú ekki fara fram hjá okkur ef þeir væru að opna eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar.

Framkvæmdir ekki hafnar

Hann bendir á að framkvæmdir við húsnæðið í Kauptúni séu ekki hafnar og telur líklegt að Costco verði opnuð vorið 2016. „Það á eftir að breyta húsnæðinu og ég geri ráð fyrir að það taki um það bil eitt ár,“ segir Gunnar. Húsnæðið er nú um 12 þúsund fermetrar að stærð en Costco hyggst stækka það með því að færa framvegg verslunarinnar út að skyggninu sem er á húsinu. Þá ætla þeir einnig að byggja vörumóttöku við hlið hússins. Bensínafgreiðslu verður þá væntanlega einnig komið fyrir en Gunnar bendir á að það eigi eftir að fjalla um málið hjá bæjarstjórn.

Auglýsa ekki

Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco á Íslandi, vissi af tilurð Facebook síðunnar þegar mbl hafði samband og sagðist vera búinn að benda forsvarsmönnum Costco á hana. „Okkur finnst það nú ekki viðeigandi að einhverjir aðilar óviðkomandi Costco séu að lofa gjafakortum og sólarlandaferðum í nafni fyrirtækisins,“ sagði Guðmundur um málið. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir fólki. Hvort þetta sé eitthvað svindl eða bara grín,“ sagði hann. „Ég bíð bara eftir  viðbrögðum frá Costco áður en ég geri eitthvað í þessu og tilkynni síðuna,“ segir hann.

Til þess að fyrirbyggja frekari misskilning tekur Guðmundur fram að Costco auglýsi ekki. Það sé ekki stefna fyrirtækisins. „Þeir eru ekki að eyða peningum í svona. Þeir lækka frekar vöruverðið. Það er almenn regla hjá þeim.“

Margir eru staðráðnir í því að næla sér í sólarlandaferð.
Margir eru staðráðnir í því að næla sér í sólarlandaferð.
Framkvæmdir í Kauptúni eru ekki hafnar.
Framkvæmdir í Kauptúni eru ekki hafnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK