Sex þúsund eftir að samþykkja

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynntu aðgerðir til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána á blaðamannafundi á síðasta ári. mbl.is/Ómar

„Það eru einhver rúmlega sex þúsund sem eiga eftir að samþykkja,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri spurður um stöðuna varðandi lækkun höfuðstóls húsnæðislána en frestur til þess að samþykkja hana rennur út 23. mars. Samtals voru um 69 þúsund umsóknir um lækkunina sendar inn sem náðu til 105 þúsund einstaklinga. Búið er að afgreiða umsóknir fyrir um 68 milljarða króna frá fjármálastofnunum.

„Við reiknum með því að það verði dálítil snerpa núna. Það er stundum að fólk er á síðustu metrunum eins og gengur. Við höfum verið að senda tölvupósta til umsækjenda og hvetja þá til þess að ganga frá þessu. Margir hafa tekið vel við sér þegar þeir hafa fengið slíka pósta. Við höfum að sama skapi verið að auglýsa þetta og meðal annars á vefsíðu embættisins. Síðan munum við auglýsa í næstu viku dálítið vel til þess að minna fólk á frestinn,“ segir Skúli.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK