Tedrykkja í tísku í Bandaríkjunum

Væri þetta te í bollunum í dag?
Væri þetta te í bollunum í dag?

Ef þáttaröðin Friends væri tekin upp í dag myndu persónurnar líklega sitja á Central Perk kaffihúsinu með rjúkandi grænt te í stað kaffibolla.

Þetta kemur fram í grein Financial Times þar sem greint er frá því að dregið hafi úr kaffidrykkju bandaríkjamanna. Samkvæmt niðurstöðum könnunar félags kaffikaupmanna (e. National Coffee Association) drekka um 59 prósent bandaríkjamanna einn kaffibolla á hverjum degi. Í fyrra var hlutfallið 61 prósent en árið 2013 var það 63 prósent.

Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn drekki ennþá töluvert magn af kaffi benda kannanir til þess að yngri kynslóðirnar séu farnar að leita í te í auknum mæli. Peter Goggi, formaður tefélags Bandaríkjanna (e. Tea Association of the USA) segir í samtali við FT að þetta sé sérstaklega greinilegt hjá þeim sem eru á aldrinum 16 til 26 ára. 

Tesala í Bandaríkjunum hefur aukist verulega á síðustu árum en heildarsalan nam um tveimur milljörðum dollara á árinu 1990 en 10 milljörðum á síðasta ári. Þá bendi Gogg á að „te sé í tísku“ og að sérstakar teverslanir séu að spretta upp um allt. 

Engar tepásur í Bretlandi?

Á meðan te nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum hefur dregið úr sölunni í höfuðvíginu - Bretlandi. Þar í landi hefur innflutningur á te dregist saman um 30 prósent á síðasta ári á sama tíma og innflutningurinn hefur vaxið um 30 prósent í Bandaríkjunum.

Kannanir benda til þess að Bretar séu frekar farnir að horfa til kaffibollans þar sem kaffidrykkja hefur aukist hratt á liðnum árum.

Sérfræðingur um málið segir í samtali við FT að breytinguna megi rekja til breyttrar vinnumenningar. „Fyrir þrjátíu eða fjörtíu árum var tevagni rúllað í gegnum fyrirtæki á hverjum degi auk þess sem fólk tók reglulegar tepásur. Það er alveg horfið í dag,“ sagði Lionel de Roland-Phillips í samtali við FT.

Bretar drekka orðið meira af kaffi.
Bretar drekka orðið meira af kaffi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK