Sækjast eftir heimilistryggingunni

Alls hafa 874 mál í tengslum við starfsemi Lýsingar verið …
Alls hafa 874 mál í tengslum við starfsemi Lýsingar verið höfðuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá upphafi árs 2010. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fyr­ir­tæki sem gera út á geng­islána­mál og stefna inn þess kon­ar mál­um til þess að geta kom­ist í heim­il­is­trygg­ingu viðskipta­vina er meðal ástæðna fyr­ir gíf­ur­leg­um fjölda mála tengd­um starf­semi Lýs­ing­ar. Þetta seg­ir Þór Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins.

Líkt og ViðskiptaMogg­inn greindi frá í morg­un hafa alls 874 mál í tengsl­um við starf­semi Lýs­ing­ar verið höfðuð fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur frá upp­hafi árs 2010. Þess­ar töl­ur koma fram í skýrslu Sam­taka Iðnaðar­ins um starfs­hætti Lýs­ing­ar en mark­mið henn­ar var að varpa ljósi á vanda­mál sem viðskipta­vin­ir fyr­ir­tæk­is­ins hafa staðið frammi fyr­ir.

Í sam­tali við mbl tek­ur Þór fram að hvorki hann né aðrir hjá Lýs­ingu hafi séð skýrsl­una og set­ur því alla hugs­an­lega fyr­ir­vara við hana. Ef töl­urn­ar séu rétt­ar sé mála­fjöld­inn inn­an við 2% af heild­ar­lána­safni fyr­ir­tæk­is­ins eins og það var fyr­ir hrun.

Halda fast um budd­una

Aðspurður um ástæðu þessa mála­fjölda seg­ir Þór Lýs­ingu vera í ann­arri stöðu en nýju fjár­mála­fyr­ir­tæk­in sem fengu nýja kenni­tölu í hrun­inu. „Við höf­um hvorki notið rík­is­styrkja né fengið lána­safn með af­slætti. Við höf­um þurft að halda fast um budd­una og eðli­legt hef­ur þótt að leita leiðsagn­ar dóm­stóla um skyld­ur okk­ar,“ seg­ir Þór. „Sam­an­b­urður við önn­ur fjár­mála­fyr­ir­tæki er með öðrum orðum skakk­ur,“ seg­ir hann.

Þá seg­ir hann að dóm­ur sé sam­kvæmt lög­um orðinn hluti af inn­heimtu­ferli en fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki þurfa að fara í inn­setn­ing­ar­mál til þess að tryggja leigumuni. Það skýri tölu­verðan hluta af mál­un­um.

Betra að ganga frá mál­um utan rétt­ar

Sam­kvæmt töl­un­um frá Sam­tök­um iðnaðar­ins sem fengn­ar eru úr mála­lista Héraðsdóms Reykja­vík­ur er bent á að at­hygl­is­vert sé að Lýs­ing taki til varna í 77% til­vika af þeim 510 dóms­mál­um sem nú standa óleyst. 

„Á síðustu miss­er­um hafa sprottið upp kröfu­gerðafyr­ir­tæki sem gera út á að fá máls­kostnaðartrygg­ingu úr heim­il­is­trygg­ing­um viðskipta­vina. Til þess að kom­ast í hana verða þeir að fá mál­in þing­fest,“ seg­ir Þór. 

Aðspurður hvort hann telji fyr­ir­tæk­in vera að hvetja viðskipta­vini til þess að fara í óþarfa mála­rekst­ur, þegar hægt sé að leita lausna utan dóm­stóla, seg­ir hann óeðli­legt að inn­byggður hvati sé til þess að gera ein­mitt það. „Mála­rekst­ur veld­ur gríðarlegu álagi á aðila máls­ins og dóm­stóla,“ seg­ir Þór. „Ég spyr bara hvort ekki sé rétt að í eðli­legu viðskiptaum­hverfi sé gengið frá mál­um utan rétt­ar líkt og kost­ur er,“ seg­ir hann.

Leysa úr 55 mál­um á tveim­ur dög­um

Lýs­ing hef­ur þó sagt það vera stefnu fyr­ir­tæk­is­ins að fá leyst úr álita­efn­um fyr­ir dómi til þess að skyld­ur fyr­ir­tæk­is­ins liggi skýr­ar fyr­ir. Aðspurður hvort það sé ekki jafn­framt rétt­ur viðskipta­vina seg­ir Þór það vera stjórn­ar­skrár­var­inn rétt manna að leita úr­lausn­ar dóm­stóla. „Ég geri ekki lítið úr hon­um. Þann rétt eiga viðskipa­vin­ir Lýs­ing­ar og þann rétt á Lýs­ing,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Lýs­ing sé ekki að ástæðulausu að reka mál fyr­ir dómi þar sem 3 mál af hverj­um 4 sem farið hafa fyr­ir Hæsta­rétt, frá ár­inu 2010, hafa fallið Lýs­ingu í hag. 

Að sögn Þórs mun Lýs­ing í dag og á morg­un ganga frá 55 rétt­ar­sátt­um vegna niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í fullnaðarkvitt­ana­mál­un­um.

Flest­ar heim­il­is­trygg­ing­ar inni­fela trygg­ing­ar fyr­ir rétt­araðstoð og geta trygg­ing­arþegar fengið stærsta hluta kostnaðar vegna til dæm­is lög­mannsþókn­un­ar, greidda af trygg­inga­fé­lag­inu sínu. Máls­kostnaður vegna geng­islána­mála fell­ur meðal ann­ars hér und­ir. Eig­in áhætta er í flest­um til­vik­um 20 pró­sent og bera trygg­ing­ar­fé­lög­in því 80 pró­sent kostnaðar­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK