Fleiri Uber bílar en gulir leigubílar

Margir tengja gulu leigubílana við New York. Uber bílarnir eru …
Margir tengja gulu leigubílana við New York. Uber bílarnir eru hins vegar orðnir fleiri á götum borgarinnar. AFP

Leigubílar á vegum Uber eru orðnir fleiri en gulu leigubílarnir á götum New York borgar samkvæmt nýjum tölum frá leigubílasambandi borgarinnar. Alls eru 14.088 Uber bílar skráðir en 13.587 gulir leigubílar.

Hins vegar eru mun fleiri ferðir ennþá farnar með þeim gulu, eða alls um 440 þúsund á dag samanborið við 20 til 30 þúsund með Uber bílunum. Munurinn er talinn skýrast af því að Uber bílstjórar eiga oftast sína eigin bíla og er vinnuvikan hjá þeim styttri á meðan gulu bílarnir eru í eigu leigubifreiðastöðva sem gera kröfu um lengri vinnudag.

Uber hóf að bjóða upp á þjónustuna í New York á árinu 2011 og hafa vinsældirnar vaxið hratt. Í samtali við Huffington Post sagði leigubílstjórinn Mamadou Diallo, sem hefur ekið leigubíl í New York frá árinu 2004, að hann hefði ávallt getað treyst á að minnsta kostir 30 daglegar ferðir. Hins vegar hafi hlutdeild hans dregist saman um 30 til 40 prósent eftir að Uber kom inn á markaðinn. 

Fargjaldið er svipað hjá báðum aðilum en hins vegar er hægt að panta Uber bílinn í gegnum app í símanum og fylgjast með honum í gegnum kort í appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK