Samloku- og safastaðurinn Joe and the Juice, sem áður hafði opnað stað sinn í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, opnaði annan stað á verslunarsvæðinu síðastliðna helgi.
Þá hafa Penninn og Elko nú einnig verið opnaðir á nýjum stað í flugstöðinni sem óðum er að taka á sig nýja mynd eftir breytingar. Tveir nýir staðir voru opnaðir í byrjun mánaðarins; Mathús og Loksins Bar.
Penninn og Elko voru hins vegar fyrir í flugstöðinni.
verða gerðar á flugvellinum á næstu árum en áætlað er að framkvæma á vellinum fyrir um 15 milljarða króna á árunum 2014 til 2016.