Skatturinn myndi ríða Cheryl að fullu

Söngkonan Cheryl Cole
Söngkonan Cheryl Cole mbl.is/AFP

Söngkonan og X Factor dómarinn sem flestir þekkja sem Cheryl Cole, en í dag heitir Cheryl Fernandez-Versini, hyggst kjósa einhvern annan stjórnmálaflokk en verkamannaflokkinn í fyrsta skipti sökum fyrirhugaðs eignaskatt á glæsihýsi (e. Mansion Tax).

Í samtali við Telegraph segir hún erfitt að hverfa frá flokknum þar sem fjölskylda hennar og vinir séu stuðningsmenn en bætir þó við að skatturinn myndi ríða henni að fullu (e. f— her over).

Þá sagðist hún greiða heilan helling af sköttum og því þurfi hún að taka vel upplýsta ákvörðun. 

Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir sérstökum eignaskatti á húsnæði sem metin eru á yfir tvær milljónir punda. 

Margar aðrar stórstjörnur hafa látíð í sér heyra vegna skattsins en leikkonan Angelina Jolie hefur m.a. sagt að skatturinn gæti valdið því að hún hætti við að flytja til Bretlands. Þá hafa einnig gagnrýnisraddir heyrst varðandi fjárhæð fasteignamatsins, en húsnæði er almennt mjög dýrt í London og myndu því stór hluti húseigenda lenda í skattlagningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK