Krefst þess að fá 90 milljónir í bætur

AFP

Fjarskiptum, Vodafone, hefur verið stefnt af einstaklingi sem krefst 90 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir er síða Vodafone var hökkuð í nóvember 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en í síðasta mánuði lagði annnar viðskiptavinur símafélagsins fram stefnu vegna sambærilegs máls.

Stefnir Fjarskiptum vegna hakkara

„Fjarskiptum hf. hefur borist stefna þar sem gerð er krafa um bætur vegna tjóns sem einstaklingur telur sig hafa orðið fyrir vegna innbrotsþjófnaðar erlends tölvuhakkara á heimasíðu Vodafone í nóvember 2013 og í kjölfarið dreifingu þjófsins og annarra á hinum stolnu gögnum. Gerð er krafa um skaða- og miskabætur að fjárhæð kr. 90.000.000 auk vaxta og málskostnaðar. Er þetta önnur stefnan vegna innbrotsins, sbr. fyrri tilkynning dags. 3. febrúar 2015.

Sem fyrr telur félagið verulegan vafa leika á bótaskyldu og að dæmdar fjárhæðir, telji dómstólar bótaskyldu yfir höfuð til staðar, hafi í öllu falli óveruleg áhrif á rekstur og efnahag félagsins. Fyrir liggur að stefnufjárhæð er í engu samræmi við dómafordæmi í skaða- og miskabótamálum hér á landi. Gerð verður grein fyrir þessari og mögulegum frekari málshöfðunum í skýringum ársfjórðungsuppgjöra eða eftir því sem við getur átt,“ segir í tilkynningu frá Fjarskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK