Clarkson yrði gullkýr ITV

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson. Skjáskot úr Top Gear

Sérfræðingar telja að virði sjónvarpsstöðvarinnar ITV gæti aukist um tvo milljarða punda ef Jeremy Clarkson gengur til liðs við hana. Líkt og komið hefur fram í dag verður samningur Clarkson við BBC ekki endurnýjaður.

Clarkson hefur líkt og mörgum er kunnugt stýrt sjónvarpsþættinum Top Gear sem notið hefur gríðarlegra vinsælda. Í greiningu Liberum sjóðsins er talið líklegast sé að Clarkson fari yfir til ITV.

Þrátt fyrir að Top Gear vörumerkið fari varla með honum gæti Clarkson reynst stöðinni góður biti en Liberium nefnir þar helst tvær ástæður. Ef Clarkson gæti þróað nýjan sambærilegan þátt við Top Gear á ITV myndi hann líklega toga til sín gamla áhorfendur, sem myndi heilla auglýsendur. Þá er talið að Top Gear hali inn um 50 milljónum punda á alþjóðavísu á hverju ári og myndi hluti af tekjunum reynast stöðinni vel.

ITV er í dag metin á um 10,4 milljarða punda og er því ljóst að tveggja milljarða punda markaðsvirði til viðbótar myndi hafa veruleg áhrif á stöðina

Svo virðist sem fjárfestar bíði þó eftir frekari gögnum en bara greiningu Liberium þar sem hlutabréf ITV hafa ekki hækkað í kjölfar tilkynningar BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka