Rekin úr stjórninni eftir skilnaðinn?

Elaine Wynn
Elaine Wynn Mynd af heimasíðu Elaine for Wynn

Elaine Wynn, annar stofnandi samnefnds hótels og spilavítis, hefur nú blásið til kosningaherferðar til þess að eiga möguleika á að halda sæti í stjórn fyrirtækisins sem hún stofnaði með fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir þrettán árum síðan.

Stjórnendur Wynn Resorts vilja reka hana úr stjórninni þegar kosningin fer fram í apríl. Þrátt fyrir að hún sé með stærstu hluthöfum og stofnandi fyrirtækisins. Steve Wynn, fyrrverandi eiginmaður hennar er stjórnarformaður og forstjóri.

Eina konan í stjórninni

Þrátt fyrir að hluthafar ráði öllu um kjörið þegar til kastanna kemur hefur Wynn opnað heimasíðu þar sem hún útlistar kosti sína og hvers vegna hún ætti að halda sætinu. Þar vísar hún meðal annars til þess að hún sé eina konan í stjórninni og verði hún rekin munu einungis hvítir karlmenn eiga þar sæti. Hefur hún jafnframt bent á að í stjórn samkeppnisaðilans MGM spilavítisins sitji þrjár konur.

Elaine og Steve Wynn skildu árið 2010 í annað sinn og sömdu þá um að skipta eignarhlut þeirra í hótelinu, sem er um 2,5 milljarða dollara virði, til helminga auk þess sem hann skrifaði undir samkomulag um að veita henni ávallt sitt atkvæði.

Losaði sig við bréfin

Það slettist hins vegar upp á samkomulagið á árinu 2012 þegar Elaine höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum og krafðist ógildingar á hluta samkomulagsins sem bannaði framsal hlutabréfa í fyrirtækinu. Síðan hefur hún selt hluta af bréfunum og sakaði stjórnin hana meðal annars um að hafa losað sig við hlutabréf fyrir 10 milljónir króna rétt áður en fyrirtækið birti slaka afkomutilkynningu í síðasta mánuði. 

Steve Wynn er að minnsta kosti ennþá skuldbundinn til þess að veita henni atkvæði á aðalfundinum þann 24. apríl og tryggir það henni 19,3 prósent atkvæða. Hins vegar er hann jafnframt stjórnarformaður stjórnarinnar sem hefur opinberlega tekið afstöðu gegn henni. Hann vildi ekki tjá sig þegar CNN spurði hvort hann stæði persónulega við bakið á Elaine.

Frétt CNN Money

Wynn hótelið og spilavítið í Las Vegas.
Wynn hótelið og spilavítið í Las Vegas. Mynd af heimasíðu Wynn hótelsin
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK