Lausafé rýrnaði mikið á síðustu dögum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins vegna samruna Sparisjóðs Vestmannaeyja við Landsbankans, kemur fram að lausafé sjóðsins hafi rýrnað mikið á undanförnum dögum. 

„Síðustu daga hafa innstæðueigendur í sparisjóðnum í auknum mæli tekið út reiðufé eða fært innlán sín til annarra innlánsstofnana. Þannig hefur hreint útflæði innstæðna sjóðsins rýrt laust fé hans um helming,“ segir í tilkynningunni. Þá telur eftirlitið að sjóðnum hafi ekki tekist að tryggja aðgang að nægu lausu fé til að mæta áframhaldandi útflæði í sama mæli. 

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2014 liggur einnig fyrir að eiginfjárhlutfall sjóðsins er neikvætt um 1,1%.

Telur Fjármálaeftirlitið því að með ákvörðuninni um samruna, hafi verið komið í veg fyrir frekara tjón fyrir viðskiptavini sjóðsins, stofnfjáreigendur og skattgreiðendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK