57 ríki taka þátt í stofnun bankans

Forsætisráðherra Kína Li Keqiang
Forsætisráðherra Kína Li Keqiang AFP

Alls hafa 57 ríki samþykkt að gerast stofnaðilar að nýj­um fjár­fest­inga­banka fyr­ir Asíu (Asi­an In­frastruct­ure In­vest­ment Bank, AIIB) sem er í burðarliðnum í Kína. Ísland er eitt þeirra sem og Noregur þrátt fyrir erfið samskipti Noregs og Kína eftir að kínverskur aðgerðasinni hlaut friðarverðlaun Nóbels.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands 31. mars sl. kemur fram að flest Evr­ópu­ríki hafi ákveðið að vinna að und­ir­bún­ingi stofn­un­ar bank­ans ásamt ríkj­um Asíu en fyr­ir ligg­ur að höfuðstöðvar bank­ans verða í Pek­ing. Ekki ligg­ur fyr­ir hvert stofn­fram­lag ein­stakra ríkja verður en gert er ráð fyr­ir að heild­ar­stofn­fé bank­ans nemi allt að 100 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Í frétt AFP-fréttastofunnar í morgun virðist sem engu ríki sem hafi óskað eftir því að taka þátt í stofnun Asian Infrastructure Investment Bank hafi verið hafnað þrátt fyrir að umsókn Taívan hafi verið hafnað en Taívan er að mati kínverskra yfirvalda hluti af Kína.

Síðustu sjö ríkin sem hlutu samþykki í dag eru Svíþjóð, Ísrael, Suður-Afríka, Aserbaídsjan, Ísland, Portúgal og Pólland en umsóknarfrestur um stofnaðild rann út í dag.

Ísland gerist stofnaðili

Gerast aðilar að kínverskum banka

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK