VÍS gefur frí á kvennadaginn

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. mbl.is/Styrmir Kári

Tryggingafélagið VÍS mun gefa öllu starfsfólki sínu frí eftir hádegi 19. júní næstkomandi til að fagna aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hvetur félagið starfsfólk til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins, en lokað verður á öllum skrifstofum félagsins eftir hádegi þennan dag. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS segir að félagið verði með þessu við hvatningu ráðamanna um að gera starfsfólki kleift að mæta á hátíðarhöldin.

Í frétt á heimasíðu félagsins segir að um árabil hafi verið unnið eftir virkri jafnréttisáætlun hjá VÍS og skipa konur veigamikinn sess við stjórn fyrirtækisins. VÍS er eina skráða félagið í Kauphöll Íslands sem stýrt er af konu, stjórnarformaður VÍS er einnig kona og meirihluti stjórnarinnar skipaður konum. Í framkvæmdastjórn félagsins eru þrjár konur af sjö og rúm 40% deildarstjóra eru konur. Hjá fyrirtækinu starfa 90 konur og 108 karlar. 

„Okkur er sönn ánægja að verða við þessar hvatningu ráðamanna og gera starfsfólki VÍS kleift að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þessa mikilvæga áfanga í jafnréttisbaráttunni. Við leggjum ríka áherslu á jafnan hlut kynja í allri okkar starfsemi og það er full ástæða til að minnast þessara merkis-tímamóta með áberandi hætti,“ segir Sigrún.

VÍS gefur öllu starfsfólki frí eftir hádegi 19. júní.
VÍS gefur öllu starfsfólki frí eftir hádegi 19. júní. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK