Hvað er „dauður köttur“?

Köttur, lifandi.
Köttur, lifandi. Ómar Óskarsson

At­hygli vakti í frétt mbl.is um aðalmeðferð í markaðsmis­notk­un­ar­máli gegn stjórn­end­um Kaupþings að hug­takið „dauður kött­ur“ var notað í rétt­ar­saln­um.

Dauður kött­ur, eða skopp dauðs katt­ar er sam­kvæmt skil­grein­ingu á vefsíðunni In­vestopedia þegar hluta­bréf sem hef­ur verið á hraðri niður­leið tek­ur skyndi­leg­an kipp upp á við, en held­ur svo áfram í frjálsu falli. Orðasam­bandið er tekið úr ensku, þar sem sagt er að meira að segja dauður kött­ur skoppi ef hann er lát­inn detta úr nógu mik­illi hæð.

Upp­sveifl­an er yf­ir­leitt bæði lít­il­fjör­leg og skamm­vinn. Sam­kvæmt vefsíðunni er dauður kött­ur eitt­hvað sem grein­ing­araðilar sjá ekki fyrr en litið er í bak­sýn­is­speg­il­inn og ör­lög hluta­bréf­anna orðin ljós.

Kaupþing var „dauður kött­ur“

Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK