Hvað er „dauður köttur“?

Köttur, lifandi.
Köttur, lifandi. Ómar Óskarsson

Athygli vakti í frétt mbl.is um aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli gegn stjórnendum Kaupþings að hugtakið „dauður köttur“ var notað í réttarsalnum.

Dauður köttur, eða skopp dauðs kattar er samkvæmt skilgreiningu á vefsíðunni Investopedia þegar hlutabréf sem hefur verið á hraðri niðurleið tekur skyndilegan kipp upp á við, en heldur svo áfram í frjálsu falli. Orðasambandið er tekið úr ensku, þar sem sagt er að meira að segja dauður köttur skoppi ef hann er látinn detta úr nógu mikilli hæð.

Uppsveiflan er yfirleitt bæði lítilfjörleg og skammvinn. Samkvæmt vefsíðunni er dauður köttur eitthvað sem greiningaraðilar sjá ekki fyrr en litið er í baksýnisspegilinn og örlög hlutabréfanna orðin ljós.

Kaupþing var „dauður köttur“

Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferðinni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK