Ráðnir forstöðumenn hjá H.F Verðbréfum

Adrian Sabido
Adrian Sabido Mynd/H.F. Verðbréf

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra forstöðumanna yfir tekjusviðum H.F. Verðbréfa.

Adrian Sabido hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsviðskipta félagsins og tekur við af Daða Kristjánssyni sem ráðinn var framkvæmdastjóri félagsins um síðustu áramót. Elmar Eðvaldsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og tekur við af Andra Guðmundssyni sem fluttist til Svíþjóðar í mars síðastliðnum. Andri starfar áfram fyrir H.F. Verðbréf frá Svíþjóð, bæði á sviði fyrirtækjaráðgjafar og í ýmsum sérverkefnum.

Adrian hefur starfað í markaðsviðskiptum H.F. Verðbréfa í rúmlega þrjú ár. Hann hefur starfað við fjármál frá árinu 2007 og vann áður í fjárstýringu hjá Icebank. Adrian er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú, meðfram störfum sínum hjá félaginu, að MCF gráðu í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Adrian hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Adrian er kvæntur Rakel Ásgeirsdóttur lögfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Elmar forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar

Elmar Eðvaldsson hefur þá verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. Elmar hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa í tæplega fjögur ár. Í tilkynningu segir að hann hafi víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf og hafi starfað á því sviði frá árinu 2007. Áður en Elmar réð sig til H.F. Verðbréfa starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf Saga Fjárfestingarbanka. Elmar er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og vinnur að lokaverkefni sínu í M.Sc. námi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands.

Elmar er í sambúð með Írisi Mist Arnardóttur lögfræðingi og eiga þau eina dóttur.

Elmar Eðvaldsson
Elmar Eðvaldsson Mynd/H.F. Verðbréf
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK