Isavia hafnar ásökunum um geðþóttaákvarðanir

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Oli Haukur

Í yf­ir­lýs­ingu sem Isa­via hef­ur sent frá sér seg­ir að ákvörðun um út­hlut­un á versl­un­ar­rými í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar hafi að sjálf­sögðu ekki verið byggð á geðþótta held­ur hafi hún verið tek­in að und­an­gengnu mjög ít­ar­legu for­vals­ferli sem var kynnt þátt­tak­end­um í upp­hafi og all­ir samþykktu.

Líkt og mbl greindi frá í morg­un hef­ur Drífa ehf., sem sel­ur vör­ur und­ir merkj­um Icewe­ar, stefnt Isa­via vegna útboðsins. Í stefnu fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir m.a. að op­in­ber­um aðilum sé ekki frjálst að haga útboðsferl­inu að eig­in geðþótta held­ur verði að haga því í sam­ræmi við ákvæði laga.

Þá seg­ir að Isa­via hafi ekki verið skylt að viðhafa útboð til að koma á samn­ingi en hins veg­ar hafi fé­lagið kosið að nota það fyr­ir­komu­lag. Eft­ir það sé ekki aft­ur snúið og ákv­arðanir verði að vera í sam­ræmi við lög. „Jafn­vel þótt talið yrði að samn­ings­ferli stefnda teld­ist ekki útboð í þrengsta skiln­ingi laga þá gilda engu að síður meg­in­regl­ur útboðsrétt­ar um samn­ings­ferlið.“

Ekki útboð

Isa­via bend­ir á að for­valið hafi snú­ist um leigu á hús­næði sem falli ekki und­ir lög um op­in­ber útboð. Þetta hef­ur verið staðfest af kær­u­nefnd útboðsmá­la. Vísað er til niður­stöðu kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la sem seg­ir að Isa­via hafi komið fram sem leigu­sali í mál­inu en ekki kaup­andi verks í skiln­ingi laga um op­in­ber inn­kaup. Samn­ings­gerðin félli þar af leiðandi ekki þar und­ir.

„Við valið voru marg­ir þætt­ir metn­ir, svo sem þjón­usta, vöru­fram­boð, ýms­ir fjár­hags- og rekstr­arþætt­ir auk áherslu á teng­ingu við Ísland,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Isa­via. „Isa­via tók á end­an­um hag­stæðasta boðinu í for­val­inu í hverj­um flokki fyr­ir sig.“

Í stefn­unni seg­ir að Drífu hafi ekki verið veitt­ur rök­stuðning­ur fyr­ir ákvörðun­inni. Isa­via vísaði ein­ung­is til stiga­gjaf­ar þegar eft­ir hon­um var leitað en gaf hins veg­ar ekki upp for­send­ur fyr­ir stiga­gjöf­inni.

„Varðandi aðgang að gögn­um þá hef­ur Isa­via veitt Drífu ehf. aðgang að öll­um gögn­um máls­ins utan til­boðsgagna annarra þátt­tak­enda, enda eru það trúnaðargögn sem inni­halda viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar sem lúta að rekstri hvers til­boðsgjafa,“ seg­ir Isa­via.

Frétt mbl.is: Ákvörðun Isa­via byggð á geðþótta

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK