Bjórgarður opnaður í júní

Á staðnum verður fjölbreytt úrval af bjór.
Á staðnum verður fjölbreytt úrval af bjór. Mynd af Twitter

Svokallaður bjórgarður verður opnaður í byrjun júní á Fosshótel við Höfðatorg. Staðurinn mun taka 120 manns í sæti og sérstök áhersla verður lögð á vítt úrval af bjór ásamt mat undir áhrifum götumenningar New York borgar.

Veitingageirinn greinir frá þessu. Þeir Loftur Hilmar Loftsson , rekstarstjóri og Bjarni Rúnar Bequette, yfirkokkur sjá um staðinn ásamt Jimmy Wallster, hótelstjóra Fosshótel Reykjavík.

Á Bjórðgarðinum verður boðið upp á sérgerðar pylsur frá Pylsumeistaranum, rif, fisk og franskar að enskum sið. Mikil áhersla verður lögð á Pylsubarinn þar sem hægt verður að fá bragðmiklar pylsur með spennandi meðlæti. Þá verður einnig hægt að fá Bulsur, íslensku grænmetispylsurnar.

Bjórinn mun koma úr ýmsum áttum og t.d. frá Brewdog og Borg brugghúsi en bjórráðgjafi verður á staðnum og gestum innan handar. „Það getur nefnilega verið gott að fá hjálp við að finna þinn bjórstíl. Þú ert kannski alltaf að heyra um IPA-bjór og heldur að það sé besti bjórinn en kannski viltu helst af öllu villigerjaðan belgískan bjór. Okkar markmið er að kitla skynfæri og bragðlaukana hjá gestum svo þeim finnist að þeir verði að koma aftur,“ segir Loftur í samtali við Veitingageirann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK