Harma verðkönnun ASÍ

Hjá ASÍ kom fram að verð á heimilstækjum hefði í …
Hjá ASÍ kom fram að verð á heimilstækjum hefði í 20% tilvika hækkað í verði eða staðið í stað. mbl.is/Ernir

Ormsson og Samsung setrið harma vinnubrögð ASÍ við verðkönnun á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og fara fram á að hún verði dregin til baka. Bent er á að könnunin hafi verið gerð í byrjun október en hins vegar hafi verð í verslunum fyrirtækjanna verið lækkuð sem nam vörugjöldum hinn 17. september 2014.

Frétt mbl.is: Lækka verð strax

„Ályktanir ASÍ af niðurstöðu þessarar könnunar eru rangar. ASÍ fór of seint af stað til að finna upphaflegu verðin þar sem verðlækkunin var þegar um garð gengin. Í könnuninni koma þau fyrirtæki best út sem lækkuðu verð síðust,“ segir í tilkynningu.

Niðurstaða ASÍ var sú að verðlækkanir á heimilistækjum væru mun minni en gera mátti ráð fyrir. Þar segir að gera hafi mátt ráð fyrir að verð myndi lækka um meira en 19%. Í reynd hefðu verð í 41% tilvika lækkað um meira en 20% en í 20% tilvika hefði verð á heimilistækjum hækkað eða staðið í stað.

„Ályktanir ASÍ og yfirlýsingar eru rangar og þau fyrirtæki sem voru í fararbroddi að lækka vöruverð vegna lækkunar vörugjalda koma verst út úr þessari könnun og eru hart dæmd af stærstu launþegasamtökum landsins,” er haft eftir Einari Þór Magnússyni, framkvæmdastjóra Ormsson, í tilkynningu.

Kristjana Birgisdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, stendur hins vegar fast við verðkönnunina.

Frétt mbl.is: Stendur fast við verðkönnun

Óeðlilegt að ætlast endurtekningar

Í kjölfar kvörtunar fyrirtækjanna sendi Félag atvinnurekenda frá sér tilkynningu sem þar sem einnig er gerð athugasemd við verðkönnunina. Vísað er til þess að upprunalegt verð hafi ekki verið kannað vegna tímasetninga könnunarinnar; þ.e. október 2014 annars vegar og apríl 2015 hins vegar. „Könnun ASÍ tók þannig til verðs á heimilistækjum eftir að afsláttur var veittur í september en telja verður í hæsta máta óeðlilegt að ætlast til þess af verslunum að endurtaka þá verðlækkun við afnám vörugjaldanna um áramótin,“ segir FA.

Þá er einnig gagnrýnt að ekki sé tilgreint með skýrum hætti hvaða vörutegundir hafi verið skoðaðar. Það sé til þess fallið að draga úr áreiðanleika.

„Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að rétt sé staðið að verðlagskönnunum. Það er öllum til góðs, neytendum sem og atvinnurekendum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK