Landsbankinn áfram í Leifsstöð

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Isavia og Landsbankinn hafa komist að samkomulagi um að Landsbankinn sinni áfram fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar til útboð hefur farið fram. Um leið hafa allar uppsagnir starfsmanna verið dregnar til baka en samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum var ákvörðun um uppsögn 12 starfsmanna flugstöðinni frá og með 1. febrúar sl., varúðarráðstöfun af hálfu bankans vegna óvissu um framhald starfseminnar þar.

Landsbankinn hefur rekið afgreiðslu í Leifsstöð allt frá opnun og samkvæmt tilkynningu hyggst bankinn taka þátt í útboði Isavia um fjármálaþjónustu þegar það fer fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka