Félag í eigu fjárfestanna Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur hefur eignast hlut í tískuvörumerkinu og versluninni Jör.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu þær félaginu til aukið hlutafé fyrr á árinu sem verður meðal annars nýtt til þess að sækja á erlenda markaði.
Stofnendurnir minnkuðu á sama tíma sinn hlut í Jör, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.