Fara í mál við Tchenguiz

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz.
Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz. Ljósmynd/Tom Stockill

Breska endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur höfðað mál á hendur Vincent Tchenguiz fyrir rógburð. Fyrirtækið hafnar ásökunum sem breski kaupsýslumaðurinn hefur borið á það og segir þær haldlausar, að því er fram kemur í Financial Times.

Eins og kunnugt er höfðaði Tchenguiz mál á hendur fyrirtækinu, tveimur starfsmönnum þess, slitabúi Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, meðlimi í slitastjórninni, í fyrra vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir þegar efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsakaði lánveitingar til hans og bróður hans, Roberts, sem var einn stærsti skuldari Kaupþings við fall bankans.

Tchenguiz fer fram á 2,2 milljarða punda, sem jafngildir um 455 milljörðum íslenskra króna, í skaðabætur vegna tjónsins.

Vilja vísa málinu frá dómi

Í lok janúarmánaðar fóru lögmenn slitastjórnar Kaupþings fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Samkvæmt upplýsingum ViðskiptaMoggans er gert ráð fyrir að frávísunarbeiðnin verði tekin fyrir hjá breskum dómstólum í byrjun júnímánaðar og að niðurstaða liggi fyrir síðar um sumarið.

Tchenguiz bræðurnir kærðu efnahagsbrotadeildina en komust síðar að samkomulagi um bætur. Þeir telja að fyrirtækin tvö, Grant Thornton og Kaupþing, og starfsmenn þeirra þrír hafi lagt á ráðin um að hvetja til glæparannsóknar, sem hafi átt að nota til að ná fram eigin hagsmunum og valda Tchenguiz óbætanlegum skaða.

Slitastjórn Kaupþings hefur ítrekað að ekkert sé hæft í ásökununum.

Kaupþing fer fram á að skaðabótamálinu verði vísað frá dómi.
Kaupþing fer fram á að skaðabótamálinu verði vísað frá dómi. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK